Hjukrun.is-print-version

Norskir hjúkrunarfræðingar í heimsókn

RSSfréttir
24. janúar 2018
Hér á landi eru staddir 13 aðaltrúnaðarmenn norska hjúkrunarfélagsins sem starfa á Oslo University Hospital. Tilgangur fararinnar er að kynna sér ýmis atriði sem varða íslenska heilbrigðiskerfið, lög og reglugerðir er gilda um hjúkrun og hjúkrunarfræðinga, og þá sérstaklega jafnlaunastefnu stjórnvalda, sem hefur vakið athygli í Noregi.

Starfsemi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga vildu þau einnig kynna sér, og var tekið á móti þeim með skipulagðri dagskrá. Þar fengu þau kynningu á þeim atriðum sem þau höfðu áhuga á og sköpuðust góðar umræður í kjölfarið. Var það samdóma álit allra að heimsóknir sem þessar séu mikilvægar og styrki tengsl hjúkrunarfræðina milli landa.
Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála